Kajak og lúxus
Ferðaþjónustufyrirtækið Kajak&Lúxus leikur stórt hlutverk í gamanþáttunum Venjulegt fólk enda hugarfóstur Tomma, eins af aðalsöguhetjum þáttanna.


•
grafísk hönnun
•
hugmyndavinna
•
textasmíði
•
framleiðsla
Til þess að kynna aðra þáttaröð Venjulegs fólks útbjuggum við auglýsingaherferð sem auglýsti Kajak&Lúxus eins og um raunverulegt fyrirtæki væri að ræða. Úr varð engin venjuleg auglýsingaherferð.

Heimagert yfirbragð herferðarinnar var allt í anda hins söluglaða og ofurjákvæða Tomma „Kajak&Lúxus“ og ef fólk hringdi í símanúmerið sem auglýst var tók við símsvari í karakter.
