Hitabylgja
Þegar Serrano kynnti okkur áform sín um tilboðsdaga skunduðum við strax með hugmyndina á verkstæðið okkar og reyndum að ramma hana inn.


•
grafísk hönnun
•
hreyfigrafík
•
hugmyndavinna
Markmiðið var að skapa yljandi tilboðsdaga fyrir fólk í leit að hlýju. Í því fólst einkum fersk sjónræn framsetning, nafn sem yljar og undirstaða til að treysta hugmyndina enn frekar á þegar fram í sækir. Innblásturinn sóttum við í upprunaslóðir matarins til að hampa matargleðinni á stöðunum. Og vorum sísvöng á meðan.


Suðrænt loftslag, litir og girnilegt verð.

