Græn lán Ergo
Ergo setti sér það markmið að vera hreyfiafl til góðra verka og hóf að bjóða sérstaka græna fjármögnun á betri kjörum — fyrir rafbíla, rafhjól og hleðslustöðvar.


hugmyndavinna
grafísk hönnun
textasmíði
Til að vekja máls á þessum hagstæðu nýju lánum, fyrir fólk sem vill standa sig vel, römmuðum við inn þá hugsun að þeir sem reiða sig á vistvænni ferðamáta eigi að vera stoltir af því. Og í leiðinni lékum við okkur með hleðslukapla, í stærsta bílakjallara landsins.



Ein mestu viðbrigðin við að skipta yfir í rafbíl er að stinga bílnum einfaldlega í samband til að hlaða og losna þannig við dælurbyssurnar á missnyrtilegum bensínstöðvum. Hleðslukaplarnir eru oft skemmtilega litríkir og fengu að njóta sín í herferð Ergo.

