Springum út
Blómstrandi sumarherferð Símans setti rétta tóninn fyrir sumarið og hvatti til þess að prófa nýja hluti og sleppa af sér beislinu.


hugmyndavinna
grafísk hönnun
textasmíði
stefnumótun
Eitt aðalsmerki Símans er fjölskrúðugt vöruúrval. Til að setja það á oddinn með skemmtilegum hætti þróuðum við hugmyndina um hinn sanna tilgang sumarsins — að prófa nýja hluti, njóta sín í botn og springa út. Og um leið vildum við reyna að hressa hnuggna landsmenn við yfir rigningasumarið mikla.





Hressandi mótvægi við sudda og súld.
Lifandi blómahaf teygði sig yfir gjörvallt miðlalandslagið; svífandi, faðmandi og ilmandi á meðan baráttusöngur herferðarinnar bauð fólki að vera með á hóflega pönkaðan hátt í sjónvarpi og útvarpi.


